Ísland, fyrsti kapítuli, Möðrudalsöræfi

Seinustu 13 árin hef ég verið að vinna við að sýna túristum landið okkar.  Með mjög góðum árangri.

Landið okkar býður upp á marga fallega og góða kosti.  Ég ætla að segja frá þeim góðu - og líka þeim vondu.

 

Einn af mögnuðustu stöðum sem ég kem á á ferðum mínur er Fjallakaffi á Möðrudalsöræfum.  Til þess að komast þangað þarf maður að fara útaf þjóðvegi númer 1.  Ef við gefum okkur að við séum að koma að austan þá er ekið uppúr Jökuldalnum og allt í einu, þegar ekkert virðist vera að gerast, þá kemur skilti uppúr móanum við hliðina á veginum sem segir Möðrudalur.  Þar beygir maður.

 

Við tekur akstur sem er öllum nútímamönnum hollur.  Ef þú horfir í kringum þig þá skilurðu orðið öræfi.  Gríðarlegar auðnir sem tengjast Öskjugosum harðri baráttu íslenskra kotbænda við óblíð náttúruöfl.

 

Þegar maður kemur á Möðrudal í dag tekur á móti manni glæsileg umgjörð Fjallakaffis, nútíma torfhúss sem býður upp á fína kjötsúpu og ýmsa aðra íslenska rétti, fínt tjaldsvæði, nokkur "torf"gistihús að ógleymdri kirkjunni, sögunni og myndunum eftir listamanninn góða sem við ættum öll að þekkja.  Ef þið þekkið ekki Stefán - þá er rétt að reyna að kynnast honum - og hans hreina hjarta.

Í suðri blasir við Herðubreið, drottning íslenskra fjalla...  Þessi staður hefur töframátt.

Og er skammt utanvið þjóðveg númer 1...  milli Egilsstaða og Mývatns.


Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Svavarsson

Tek heilshugar undir þetta, og ég erfi ekkert við þig, síst af öllu þegar menn útskíra sitt mál og biðjast afsökunar, ég sjálfur biðst afsökunar hafi ég misskilið fyndina. Stefán Stórval ættu allir að þekkja amk ef þeir eru fæddir um og eftir miðja síðustu öld, en karlinn var kröftugur og dýrkaði Herðubreið meir en lífið, það sést best í efnisvali hans á myndefni í málverkum sínum. En hvað varðar þjóðveg eitt, þá minnti mig að hann hefði legið við túnfótin á Möðrudal, en það er svo langt síðan ég fór þarna um að það getur verið að vegurinn hafi verið færður til, eða mig mismynni eitthvað. kveðja Jón

Jón Svavarsson, 18.8.2007 kl. 13:42

2 Smámynd: Gunnar Kristinn Björgvinsson

Það er rétt hjá þér Jón að þjóðvegur 1 lá um túnfótinn á Möðrudal.  Svo var hann færður og malbikaður.

Þannig að þeir sem vilja upplifa Möðrudalsöræfi og fjallakaffið, skoða altaristöfluna hans Stórvals +i litlu fallegu kirkjunni þeirra á Möðrudal... til að sjá þetta allt þarf maður núna að taka beygju út af þjóðvegi no1.

Smá útúrdúr sem er vel þess virði ef menn eru ekki með of´næmi fyrir malarvegum.

G

Gunnar Kristinn Björgvinsson, 18.8.2007 kl. 20:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband